Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 15:42 Björn Ingi er þess fullviss að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Sjálf hefur hún ekkert gefið upp um hvort hún hyggi á framboð. Vísir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34