Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2024 15:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði næg verkefni í forsætisráðuneytinu en vildi þó ekki svara nei, eða já, af eða á, eins og Guðmundur Ingi vildi. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið. Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið.
Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira