Fullkomlega ærandi að vita ekki hvernig jakkinn komst hinumegin á hnöttinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. mars 2024 17:00 Guðmundur Jörundsson kom af fjöllum þegar honum barst skilaboð frá Síle. Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fékk skilaboð frá eiganda JÖR jakka sem bjó í eyju sunnan við Síle í Suður-Ameríku. Sá hafði keypt flíkina á fatamarkaði og hafði svo uppi á Gumma á samfélagsmiðlum. „Ég væri mjög til í að vita hvernig hann komst alla leið þangað,“ segir Gummi í samtali við Vísi. Hann segir á sama tíma einkar vel gert af eiganda jakkans að hafa getað haft upp á honum á hans persónulega aðgangi. Gummi vakti fyrst athygli á málinu á Facebook. „Það er auðvitað eitthvað stórkostlega fallegt við að flík sem ég hannaði hafi verið keypt í second hand verslun á eyju í suður Síle tíu árum síðar og gæjinn hafi svo haft uppá mér en það er líka fullkomlega ÆRANDI að vita ekki hvernig hann komst þangað,“ skrifar Gummi á Facebook. Þá veltir hann því upp í gríni hvort hann geti ekki sett staðsetningarbúnað í öll sín föt hér eftir. Gummi hefur undanfarin ár rekið stemningsstaðinn Nebraska á Barónsstíg og selt þar bæði mat og föt. „Viðkomandi vildi bara vita hvort ég væri hönnuðurinn að jakkanum. Það er engin heimasíða í loftinu fyrir JÖR eða neitt en hann einhvern veginn fann mig. Þá varð ég auðvitað mjög forvitinn og spurði hann hvort hann hefði keypt þetta í Síle, sem var raunin og svo var náttúrulega einhvern veginn ennþá fyndnara að þetta hafi verið á einhverri eyju.“ Eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. Samt ekki. Gummi segist í seinni tíð oft hafa velt fyrir sér sjálfstæðu lífi fatanna sem hann framleiðir. Til að byrja með hafi hann hinsvegar lítið velt málunum fyrir sér. „Svo fatta ég þetta í rauninni bara nokkrum árum eftir að maður er byrjaður að selja flíkur, þegar þær fara að poppa upp í verslun Rauða krossins og svona og maður er bara: Vá!“ Hann segir félaga sinn hafa velt því upp hvort þetta væri ekki svolítið eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. „Ég sagði honum að róa sig aðeins, það tekur aðeins styttri tíma að komast með föt í Rauða krossinn,“ segir Gummi hlæjandi. Veitingastaðir Tíska og hönnun Chile Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. 23. ágúst 2014 10:00 Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Ég væri mjög til í að vita hvernig hann komst alla leið þangað,“ segir Gummi í samtali við Vísi. Hann segir á sama tíma einkar vel gert af eiganda jakkans að hafa getað haft upp á honum á hans persónulega aðgangi. Gummi vakti fyrst athygli á málinu á Facebook. „Það er auðvitað eitthvað stórkostlega fallegt við að flík sem ég hannaði hafi verið keypt í second hand verslun á eyju í suður Síle tíu árum síðar og gæjinn hafi svo haft uppá mér en það er líka fullkomlega ÆRANDI að vita ekki hvernig hann komst þangað,“ skrifar Gummi á Facebook. Þá veltir hann því upp í gríni hvort hann geti ekki sett staðsetningarbúnað í öll sín föt hér eftir. Gummi hefur undanfarin ár rekið stemningsstaðinn Nebraska á Barónsstíg og selt þar bæði mat og föt. „Viðkomandi vildi bara vita hvort ég væri hönnuðurinn að jakkanum. Það er engin heimasíða í loftinu fyrir JÖR eða neitt en hann einhvern veginn fann mig. Þá varð ég auðvitað mjög forvitinn og spurði hann hvort hann hefði keypt þetta í Síle, sem var raunin og svo var náttúrulega einhvern veginn ennþá fyndnara að þetta hafi verið á einhverri eyju.“ Eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. Samt ekki. Gummi segist í seinni tíð oft hafa velt fyrir sér sjálfstæðu lífi fatanna sem hann framleiðir. Til að byrja með hafi hann hinsvegar lítið velt málunum fyrir sér. „Svo fatta ég þetta í rauninni bara nokkrum árum eftir að maður er byrjaður að selja flíkur, þegar þær fara að poppa upp í verslun Rauða krossins og svona og maður er bara: Vá!“ Hann segir félaga sinn hafa velt því upp hvort þetta væri ekki svolítið eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. „Ég sagði honum að róa sig aðeins, það tekur aðeins styttri tíma að komast með föt í Rauða krossinn,“ segir Gummi hlæjandi.
Veitingastaðir Tíska og hönnun Chile Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. 23. ágúst 2014 10:00 Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02
Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. 23. ágúst 2014 10:00
Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00