Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Snorri Másson skrifar 13. maí 2023 09:00 Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni
Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02