Hlustendaverðlaunin 2024: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. mars 2024 14:01 Krakkarnir úr ungmennakór Reykjavíkur og Kársnesskór slógu gjörsamlega í gegn með röppurunum í XXX Rottweiler. Vísir/Anton Brink Það var vor í lofti og gleði í öllum andlitum á fimmtudagskvöld þegar Hlustendaverðlaunin 2024 voru haldin hátíðleg í ellefta sinn í Gamla bíói í gærkvöldi. Margir af helstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að verðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Lesendur Vísis gátu svo kosið á milli tilnefndra. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á öll tónlistaratriðin sem fram komu á verðlaunahátíðinni ár. Frumfluttu ný lög GDRN og Herra Hnetusmjör frumfluttu bæði ný lög á verðlaunahátíðinni í ár. GDRN lag sitt Háspenna og Herra Hnetusmjör lagið Hef verið verri. Mugison með É dúdda mía Mugison var tilnefndur í fjórum flokkum. Fyrir lagið É dúdda mía í flokknum lag ársins, sem söngvari ársins, fyrir plötu ársins og sem flytjandi ársins. Hann tók lagið É dúdda mía Stjórnin tók bestu slagarana Stjórnin var tilnefnd sem flytjandi ársins og Sigga Beinteins sem söngkona ársins. Þau tóku lagasyrpu með lögunum Segðu já, Ég fæ aldrei nóg af þér og Stjórnlaus. Hipsumhaps með Skattemus Hipsumhaps voru tilnefnd í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík og hljómsveitin tók lagið Skattemus sem er af þeirri plötu. Diljá tók Power Diljá Pétursdóttir var tilnefnd í flokknum Nýliði ársins og söngkona ársins. Hún tók lagið sem skaut henni upp á stjörnuhiminninn, Eurovisionslagarann Power. Patr!k tók Skína og Sama um Patr!k var tilnefndur í flokknum lag ársins fyrir lagið Skína og sigraði þar sem og í flokknum nýliði ársins. Þá var hann var einnig tilnefndur í flokknum flytjandi ársins. Hann tók lagið Skína og lagið Sama um ásamt Daniil en þeir gáfu út lagið nýlega. Auddi og Steindi slógu í gegn með leynigestum Auddi og Steindi voru kynnar hátíðarinnar í ár og héldu uppi fjörinu. Þeir opnuðu hátíðina og slógu svo í gegn þegar óvæntir leynigestir mættu á svið. XXX Rottweiler fékk börnin með sér í lið XXX Rottweiler hlutu heiðursverðlaunin á Hlustendaverðlaununum. Þeir tóku lögin Medley Sönn íslensk sakamál, í næsta lífi, Þrjú X, Negla og Allir eru að fá sér þar sem þeir fengu barnakór upp á svið til sín. Atriðið með krökkunum má horfa á hér fyrir neðan: Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að verðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Lesendur Vísis gátu svo kosið á milli tilnefndra. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á öll tónlistaratriðin sem fram komu á verðlaunahátíðinni ár. Frumfluttu ný lög GDRN og Herra Hnetusmjör frumfluttu bæði ný lög á verðlaunahátíðinni í ár. GDRN lag sitt Háspenna og Herra Hnetusmjör lagið Hef verið verri. Mugison með É dúdda mía Mugison var tilnefndur í fjórum flokkum. Fyrir lagið É dúdda mía í flokknum lag ársins, sem söngvari ársins, fyrir plötu ársins og sem flytjandi ársins. Hann tók lagið É dúdda mía Stjórnin tók bestu slagarana Stjórnin var tilnefnd sem flytjandi ársins og Sigga Beinteins sem söngkona ársins. Þau tóku lagasyrpu með lögunum Segðu já, Ég fæ aldrei nóg af þér og Stjórnlaus. Hipsumhaps með Skattemus Hipsumhaps voru tilnefnd í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík og hljómsveitin tók lagið Skattemus sem er af þeirri plötu. Diljá tók Power Diljá Pétursdóttir var tilnefnd í flokknum Nýliði ársins og söngkona ársins. Hún tók lagið sem skaut henni upp á stjörnuhiminninn, Eurovisionslagarann Power. Patr!k tók Skína og Sama um Patr!k var tilnefndur í flokknum lag ársins fyrir lagið Skína og sigraði þar sem og í flokknum nýliði ársins. Þá var hann var einnig tilnefndur í flokknum flytjandi ársins. Hann tók lagið Skína og lagið Sama um ásamt Daniil en þeir gáfu út lagið nýlega. Auddi og Steindi slógu í gegn með leynigestum Auddi og Steindi voru kynnar hátíðarinnar í ár og héldu uppi fjörinu. Þeir opnuðu hátíðina og slógu svo í gegn þegar óvæntir leynigestir mættu á svið. XXX Rottweiler fékk börnin með sér í lið XXX Rottweiler hlutu heiðursverðlaunin á Hlustendaverðlaununum. Þeir tóku lögin Medley Sönn íslensk sakamál, í næsta lífi, Þrjú X, Negla og Allir eru að fá sér þar sem þeir fengu barnakór upp á svið til sín. Atriðið með krökkunum má horfa á hér fyrir neðan:
Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira