Heimir andartaki og ótrúlegu sjálfsmarki frá því að slá út Bandaríkin Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 08:00 Heimir Hallgrímsson hefði gjarnan viljað heyra lokaflautið örlítið fyrr í gær, og lét dómarana vita af því. Getty/Omar Vega Afar slysalegt sjálfsmark á allra síðustu stundu kom í veg fyrir að Heimir Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka næðu að slá út Bandaríkin, á útivelli, í undanúrslitum Þjóðadeildar CONCACAF, eða Mið- og Norður-Ameríku. Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira