Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 23:45 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki útilokað að eldgosið milli Hagafells og Stóra-Skógafells endist í marga mánuði. Vísir/Arnar Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Enn er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Landris í Svartsengi hefur hins vegar stöðvast. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við Erlu Björk Gunnarsdóttur fréttaþul um stöðuna á gosinu. Hvað þýðir það að sé enn hraunrennsli en að landris hafi stöðvast? „Þetta þýðir í rauninni það að kvikan sem var að flæða á dýpið og safnaðist fyrir í Svartsengi áður virðist vera að flæða beint upp og fæða þetta eldgos sem er í gangi og kemur ekkert lengur við í Svartsengi,“ sagði Benedikt. En svo gæti kvikan farið að safnast aftur upp þegar það hættir að gjósa? „Já, ef gosið stoppar þá gætum við haldið áfram að sjá landrisið. Það er alveg möguleiki á því,“ sagði hann. Sambærilegt eldgosum í Fagradalsfjalli Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum flugu yfir gosstöðvarnar í gær til að mæla og kortleggja hraunið. Benedikt segir að eftir að fyrsta fasa gossins lauk hafi það hegðað sér eins og eldgosin í Fagradalsfjalli. Hvað kom út úr þessum mælingum? „Þeir voru að fljúga yfir til þess að kortleggja hraunið eins og það hafði runnið eftir 17. mars og meta útbreiðsluna og rúmmálið á hrauninu. Út frá því er svo hægt að meta hversu mikið hraunrennslið er,“ sagði Benedikt. „Það sem kemur út úr því er að eftir að fyrsta fasanum lauk, sem var mjög kraftmikill, þá er þetta sambærilegt eins og eldgosin í Fagradalsfjalli.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Engin mælanleg merki um að gosið sé að minnka Þetta er ólíkt þessum eldgosum sem við höfum fengið síðustu mánuði að því leyti að það er að koma meira út úr því? „Þetta er lengra gos, byrjaði mjög svipað og hin eldgosin á þessu svæði en svo eftir að það datt niður þá í staðinn fyrir að hætta þá jafnaði það sig og það hefur verið tiltölulega stöðugt flæði síðan 17. mars og mjög sambærilegt og við höfum verið að sjá í þessum atburðum í Fagradalsfjalli,“ sagði Benedikt. Gæti þetta gos orðið eins og Fagradalsfjall í marga daga, margar vikur? „Marga mánuði þess vegna. Það er ekkert útilokað. Við sjáum, eins og staðan er núna, engin mælanleg merki um að það sé að minnka. Það er mjög stöðugt þannig það eru engar vísbendingar um að því sé að ljúka.“ „Það getur stöðvast skyndilega, við getum ekkert útilokað það en það er allavega ekkert sem við sjáum á mælitækjum sem bendir til þess að það sé að hætta. Meðan svo er getum við alveg eins búist við að það geti haldið áfram dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman,“ sagði hann. Allt lagt í að styrkja varnargarðana Fréttir bárust í dag af því að hraunið væri að þrýsta á varnargarðana og að unnið væri að því að styrkja þá og hækka. Benedikt hefur trú á því að hægt sé að stýra gosinu með görðunum. Telurðu mikla hættu þarna fyrir hendi að hraunið fari inn fyrir bæinn? „Ég hef fulla trú á að menn geti reynt að stýra þessu. Það er verið að leggja allt sem hægt er í að styrkja varnargarðana, hækka þá og stýra hrauninu þannig það fari ekki í áttina að bænum,“ sagði hann. Þetta gerist miklu hægar þegar rennslið er svona lítið, minna en þessi upphafsfasi. Þá náttúrulega hafa menn betri tíma til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið fari í áttina að bænum. Menn eru að leggja held ég allt sem þeir geta í það. Eigum við ekki bara að vona það besta,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Enn er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Landris í Svartsengi hefur hins vegar stöðvast. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við Erlu Björk Gunnarsdóttur fréttaþul um stöðuna á gosinu. Hvað þýðir það að sé enn hraunrennsli en að landris hafi stöðvast? „Þetta þýðir í rauninni það að kvikan sem var að flæða á dýpið og safnaðist fyrir í Svartsengi áður virðist vera að flæða beint upp og fæða þetta eldgos sem er í gangi og kemur ekkert lengur við í Svartsengi,“ sagði Benedikt. En svo gæti kvikan farið að safnast aftur upp þegar það hættir að gjósa? „Já, ef gosið stoppar þá gætum við haldið áfram að sjá landrisið. Það er alveg möguleiki á því,“ sagði hann. Sambærilegt eldgosum í Fagradalsfjalli Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum flugu yfir gosstöðvarnar í gær til að mæla og kortleggja hraunið. Benedikt segir að eftir að fyrsta fasa gossins lauk hafi það hegðað sér eins og eldgosin í Fagradalsfjalli. Hvað kom út úr þessum mælingum? „Þeir voru að fljúga yfir til þess að kortleggja hraunið eins og það hafði runnið eftir 17. mars og meta útbreiðsluna og rúmmálið á hrauninu. Út frá því er svo hægt að meta hversu mikið hraunrennslið er,“ sagði Benedikt. „Það sem kemur út úr því er að eftir að fyrsta fasanum lauk, sem var mjög kraftmikill, þá er þetta sambærilegt eins og eldgosin í Fagradalsfjalli.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Engin mælanleg merki um að gosið sé að minnka Þetta er ólíkt þessum eldgosum sem við höfum fengið síðustu mánuði að því leyti að það er að koma meira út úr því? „Þetta er lengra gos, byrjaði mjög svipað og hin eldgosin á þessu svæði en svo eftir að það datt niður þá í staðinn fyrir að hætta þá jafnaði það sig og það hefur verið tiltölulega stöðugt flæði síðan 17. mars og mjög sambærilegt og við höfum verið að sjá í þessum atburðum í Fagradalsfjalli,“ sagði Benedikt. Gæti þetta gos orðið eins og Fagradalsfjall í marga daga, margar vikur? „Marga mánuði þess vegna. Það er ekkert útilokað. Við sjáum, eins og staðan er núna, engin mælanleg merki um að það sé að minnka. Það er mjög stöðugt þannig það eru engar vísbendingar um að því sé að ljúka.“ „Það getur stöðvast skyndilega, við getum ekkert útilokað það en það er allavega ekkert sem við sjáum á mælitækjum sem bendir til þess að það sé að hætta. Meðan svo er getum við alveg eins búist við að það geti haldið áfram dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman,“ sagði hann. Allt lagt í að styrkja varnargarðana Fréttir bárust í dag af því að hraunið væri að þrýsta á varnargarðana og að unnið væri að því að styrkja þá og hækka. Benedikt hefur trú á því að hægt sé að stýra gosinu með görðunum. Telurðu mikla hættu þarna fyrir hendi að hraunið fari inn fyrir bæinn? „Ég hef fulla trú á að menn geti reynt að stýra þessu. Það er verið að leggja allt sem hægt er í að styrkja varnargarðana, hækka þá og stýra hrauninu þannig það fari ekki í áttina að bænum,“ sagði hann. Þetta gerist miklu hægar þegar rennslið er svona lítið, minna en þessi upphafsfasi. Þá náttúrulega hafa menn betri tíma til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið fari í áttina að bænum. Menn eru að leggja held ég allt sem þeir geta í það. Eigum við ekki bara að vona það besta,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16