Innlent

Bilaður mælir en ekki hættu­á­stand í Garðinum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Garður tilheyrir sveitarfélaginu Suðurnesjabæ.
Garður tilheyrir sveitarfélaginu Suðurnesjabæ. Vísir/Vilhelm

Íbúar í Garðinum geta andað léttar eftir að í ljós kom að ekki ríkir hættuástand vegna gasmengunar í bænum. Tilkynning þess efnis barst frá almannavörnum síðdegis í dag en svo kom í ljós að mælirinn var bilaður.

Um fimmleytið í dag barst tilkynning frá almannavörnum þess efnis að mjög há gildi SO2 hefðu mælst í Garðinum. Mæling klukkan 16:30 hafi sýnt rúmlega 16.000 µg/m3, en allt yfir 14.000 µg/m3 telst til hættuástands. Tilkynning barst svo skömmu seinna um að mælirinn væri bilaður og ekkert að marka þessar tölur.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir að íbúar hafi ekkert botnað í fyrstu fréttum um gasmengunina. Enginn hafi orðið var við  furðulega lykt eða neitt slíkt í loftinu. Það hlaut að vera eitthvað skrítið, enda kom svo í ljós að mælirinn laug.


Tengdar fréttir

Svartsengi rýmt vegna gasmengunar

Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×