Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga jákvætt innlegg og þeir skapi fyrirsjáanleika. Hins vegar þurfi að ná verðbólgu enn meira niður áður en vextir verði lækkaðir. vísir/arnar Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22
„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57