Innlent

Bein út­sending: Svona er staðan á gos­stöðvunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gígarnir sjö til átta sem eru farnir að myndast. Myndin var tekin um tíuleytið í morgun.
Gígarnir sjö til átta sem eru farnir að myndast. Myndin var tekin um tíuleytið í morgun. Vísir/vilhelm

Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt.

Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.

Vefmyndavél Vísis frá Grindavík:

Vefmyndavél Vísis frá Svartsengi:

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis myndaði gosið úr lofti í morgun og má sjá afraksturinn að neðan.

Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm
Það er ansi drungalegt á gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá

Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 

Landris geti leitt til lengra goss

Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 

Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar

Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×