Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 08:26 Er unga fólkið að upplifa miðlífskreppu? Getty Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. Efst á lista, sem byggir á gögnum frá árunum 2021 til 2023 eru Finnland, Danmörk, Ísland, Svíþjóð, Ísrael, Holland, Noregur, Lúxemborg, Sviss og Ástralía. Bretland er í 20. sæti og Bandaríkin því 23. en neðst á listanum eru Afganistan, Líbanon, Lesótó, Síerra Leóne og Kongó. Við samantekt listans er meðal annars horft til breytna á borð við verga landsframleiðslu á íbúa, lífslíkur, hvort einstaklingum finnist þeir hafa einhvern til að reiða sig á, hvort þeir njóti frelsis til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt og hversu mikila spillingu þeir búa við. Samantekt ársins í ár leiddi í ljós að yngri kynslóðir í Norður-Ameríku, Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru nú síður hamingjusamar en eldri kynslóðirnar. Talað er um að áður hafi hamingja verið U-laga; það er að segja mælst mest við ungan aldur, minnkað þegar nær dregur miðjum aldri og tekið uppsveiflu á efri árum. Nú sé staðan þannig að það sé engu líkara en að unga fólkið eigi í nokkurs konar miðlífskreppu. Jan-Emmanuel De Neve, ritstjóri skýrslunnar, segir málið kalla á tafarlausar aðgerðir. Skýrslan varpar ekki beinu ljósi á hvað veldur en leiddar eru líkur að því að samfélagsmiðlar, tekjuójöfnuður, erfið staða á húsnæðismarkaði og áhyggjur vegna stríðsátaka og loftslagsbreytinga eigi þar þátt. Þá er því spá að sama þórun muni eiga sér stað í vesturhluta Evrópu og hefur átt sér stað í Norður-Ameríku, að dragi úr hamingju yngri kynslóðarinnar. World Happiness Report. Geðheilbrigði Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Efst á lista, sem byggir á gögnum frá árunum 2021 til 2023 eru Finnland, Danmörk, Ísland, Svíþjóð, Ísrael, Holland, Noregur, Lúxemborg, Sviss og Ástralía. Bretland er í 20. sæti og Bandaríkin því 23. en neðst á listanum eru Afganistan, Líbanon, Lesótó, Síerra Leóne og Kongó. Við samantekt listans er meðal annars horft til breytna á borð við verga landsframleiðslu á íbúa, lífslíkur, hvort einstaklingum finnist þeir hafa einhvern til að reiða sig á, hvort þeir njóti frelsis til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt og hversu mikila spillingu þeir búa við. Samantekt ársins í ár leiddi í ljós að yngri kynslóðir í Norður-Ameríku, Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru nú síður hamingjusamar en eldri kynslóðirnar. Talað er um að áður hafi hamingja verið U-laga; það er að segja mælst mest við ungan aldur, minnkað þegar nær dregur miðjum aldri og tekið uppsveiflu á efri árum. Nú sé staðan þannig að það sé engu líkara en að unga fólkið eigi í nokkurs konar miðlífskreppu. Jan-Emmanuel De Neve, ritstjóri skýrslunnar, segir málið kalla á tafarlausar aðgerðir. Skýrslan varpar ekki beinu ljósi á hvað veldur en leiddar eru líkur að því að samfélagsmiðlar, tekjuójöfnuður, erfið staða á húsnæðismarkaði og áhyggjur vegna stríðsátaka og loftslagsbreytinga eigi þar þátt. Þá er því spá að sama þórun muni eiga sér stað í vesturhluta Evrópu og hefur átt sér stað í Norður-Ameríku, að dragi úr hamingju yngri kynslóðarinnar. World Happiness Report.
Geðheilbrigði Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira