Starfsmenn sakaðir um að reyna að komast í heilsufarsgögn Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 06:39 Heimildarmenn segja prinsessuna líklega munu greina frá því á einhverjum tímapunkti hvað hrjáði hana. epa/Andy Rain Rannsókn er hafin á London Clinic einkasjúkrahúsinu eftir að starfsmenn þar voru sakaðir um að hafa freistað þess að sækja heilbrigðisupplýsingar Katrínar prinsessu af Wales. Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá. Bretland Kóngafólk Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira