Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 19:05 Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“ Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“
Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira