Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 19:05 Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“ Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“
Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira