HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði samnemanda lífláti Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 13:39 Háskólinn mátti víkja nemandanum úr námi vegna háttsemi hans þegar hann stundaði skiptinám í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það. Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér. Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér.
Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira