Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 12:11 Ein samkeppni hefur þegar verið haldin um listaverk við nýja Landspítalann en þar varð hlutskarpast verkið Upphaf eftir Þórdísi Erlu Zoëga. Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum. Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum.
Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira