Tíu milljónir safnast fyrir grindvísk ungmenni Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 23:21 Karlakórinn Fjallabræður kemur að Styrktarfélagi barna í Grindavík. Þorgeir Ólafsson Sunnudaginn 17. mars fór fram samverustund Grindvíkinga í Hörpu til styrktar börnum, unglingum og æskulýðsstarfi í Grindavík. Á samverustundinni var tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166 Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í Eldborgarsal Hörpu hafi Fjallabræður stigið á stokk ásamt kvennakórnum Grindavíkurdætrum, Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda og Sveppa. Guðni Th. Jóhannesson hafi ávarpað samkomuna og tekið lagið með Fjallabræðrum og Grindavíkurdætrum. Grindvíkingar fylltu Eldborg Grindvíkingum hafi verið boðið frítt á viðburðinn og þeir hafi fyllt Eldborgarsal Hörpu.Allir sem komu að samverustundinni með einum eða öðrum hætti hafi gefið vinnu sína. Tónlistarhúsið Harpa hafi veitt afnot af Eldborgarsalnum ásamt öllum tækjum og tæknimönnum án endurgjalds. Kvennakórinn Grindavíkurdætur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Þorgeir Ólafsson Samhliða samverustundinni hafi verið staðið fyrir söfnun fyrir nýstofnað styrktarfélag Barna í Grindavík en félagið sé í stjórn Grindvíkinga ásamt fulltrúum Fjallabræðra og tilgangur þess að skapa samverustundir fyrir börn og unglinga í Grindavík. Eins og staðan er núna sé samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Leitað hafi verið til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum og markmiðið að safna að minnsta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tíu milljónir í boði Á samverustundinni í gær hafi Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, tilkynnt að tíu milljónir króna hefðu safnast. Ungmenni í Grindavík, foreldrar og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geti nú leitað til styrktarfélagsins og sótt um styrk til að fjármagna samverustundir, æfingaferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að grindvísk ungmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið. Una Torfa tók lagið.Þorgeir Ólafsson í tilkynningu segir að sérstakar þakkir fyrir stuðninginn fái Kvenfélag Grindavíkur, Harpa Tónlistarhús, Íslandsbanki, Íslenska Gámafélagið, Landsbankinn, Marel, Origo, Phoenix seafood, Samskip, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Vörður, Ölgerðin, Össur og Wisefish sem hafi lagt söfnuninni lið ásamt fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Söfnunin sé enn þá opin og öll sem geta hvött til að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík. Kt: 670224-1630 Bankanúmer: 0133 15 007166
Góðverk Grindavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Hjálparstarf Harpa Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira