„Þetta er að verða komið gott“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. mars 2024 22:48 Kristrún og Sigmundur ræddu áform fjármálaráðherra um sölu á Landsbankanum í kjölfar fyrirhugaðra kaupa Bankans á tryggingafélaginu TM. Vísir/Vilhelm Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra en bankinn muni halda kaupferlinu áfram. Heimir Már ræddi við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Kvöldfréttum. „Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst á þessum tímapunkti um eigendastefnu ríkisins. Auðvitað er Landsbankinn hlutafélag í þeim skilningi en ríkið er meirihlutaeigandi,“ segir Kristrún. Hún segir eigendastefnuna mjög skýra, að ríkið eigi ekki að bæta við sig í fjármálafyrirtækjum á markað. „Og raunar erum við núna að horfa upp á vilja til þess að selja hluta í Íslandsbanka til þess að innleysa ákveðin verðmæti. En á sama tíma er hin hendin að fara að stækka við sig á fjármálamarkaði. Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“ Þannig að þú skilur athugasemdir fjármálaráðherra? „Ég skil athugasemdir fjármálaráðherra en ég skil ekki hvers vegna hún er að koma með þessar athugasemdir eftir að kaupin hafa í raun gengið í gegn,“ segir Kristrún. Sigmundur segir að með hvaða hætti málið gerist sýni fram á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. „Hér í dag snupraði forsætisráðherrann fjármálaráðherrann í sinni eigin ríkisstjórn og sagði að það sem ráðherrann hafði verið að boða í gærkvöldi gengi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og vísar til orða forsætisráðherra um að hún myndi aldrei samþykkja að selja í Landsbankanum. „Fjármálaráðherrann má þó eiga það að í eigendastefnu ríkisstjórnarinnar, þessari sem var samþykkt strax 2017 fyrir bankana, kemur fram að það sé stefnt að því að selja megnið af hlut í Landsbankanum. Eiga eftir kannski þrjátíu, fjörutíu prósent, en það virðist vera gleymt,“ segir Sigmundur og segist hafa minnt ríkisstjórnina á að það sé eitt og annað í eigendastefnunni sem þau fylgi ekki endilega. „En nú er þetta orðið stríð innan ríkisstjórnarinnar þar sem menn tala algjörlega í kross.“ Haldið þið að þetta reynist ríkisstjórninni erfitt? „Ég held að það hljóti að vera,“ segir Kristrún og tekur undir orð Sigmundar um að það þyki sérstakt að fjármálaráðherra stilli ríkisstjórninni upp við vegg, að gjörningurinn gangi ekki upp nema að Landsbankinn í heild sinni verði seldur. „Vegna þess að ég get ekki séð að það séu neinir fyrirvarar í þessu skuldbindandi tilboði, sem er búið að samþykkja, um að það sé hægt að rifta því eftir á. Vegna þess að fjármálaráðherra áttaði sig mörgum mánuðum eftir að ferlið fór af stað á að þeim hugnaðist ekki þessi kaup,“ segir Kristrún. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudaginn, haldið þið að það verði tíðindi þegar bankasýslufulltrúi mætir þangað? „Það kann að vera. Bankasýslan hefur verið skjólgarður ríkisstjórnarinnar í öllum þeim vandræðum sem koma upp í fjármálakerfinu. En á einhverjum tímapunkti þarf stjórnin samt að stjórna, taka ábyrgð. Og þetta bendir til þess að það reynist þeim erfitt,“ segir Sigmundur. „Þetta er eitt af mörgum málum sem nú eru að koma upp, sem sýnir að þau eru ekki sammála um grundvallaratriði,“ bætir Kristrún við. „Og þetta er að verða komið gott.“ Landsbankinn Alþingi Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra en bankinn muni halda kaupferlinu áfram. Heimir Már ræddi við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Kvöldfréttum. „Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst á þessum tímapunkti um eigendastefnu ríkisins. Auðvitað er Landsbankinn hlutafélag í þeim skilningi en ríkið er meirihlutaeigandi,“ segir Kristrún. Hún segir eigendastefnuna mjög skýra, að ríkið eigi ekki að bæta við sig í fjármálafyrirtækjum á markað. „Og raunar erum við núna að horfa upp á vilja til þess að selja hluta í Íslandsbanka til þess að innleysa ákveðin verðmæti. En á sama tíma er hin hendin að fara að stækka við sig á fjármálamarkaði. Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“ Þannig að þú skilur athugasemdir fjármálaráðherra? „Ég skil athugasemdir fjármálaráðherra en ég skil ekki hvers vegna hún er að koma með þessar athugasemdir eftir að kaupin hafa í raun gengið í gegn,“ segir Kristrún. Sigmundur segir að með hvaða hætti málið gerist sýni fram á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. „Hér í dag snupraði forsætisráðherrann fjármálaráðherrann í sinni eigin ríkisstjórn og sagði að það sem ráðherrann hafði verið að boða í gærkvöldi gengi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og vísar til orða forsætisráðherra um að hún myndi aldrei samþykkja að selja í Landsbankanum. „Fjármálaráðherrann má þó eiga það að í eigendastefnu ríkisstjórnarinnar, þessari sem var samþykkt strax 2017 fyrir bankana, kemur fram að það sé stefnt að því að selja megnið af hlut í Landsbankanum. Eiga eftir kannski þrjátíu, fjörutíu prósent, en það virðist vera gleymt,“ segir Sigmundur og segist hafa minnt ríkisstjórnina á að það sé eitt og annað í eigendastefnunni sem þau fylgi ekki endilega. „En nú er þetta orðið stríð innan ríkisstjórnarinnar þar sem menn tala algjörlega í kross.“ Haldið þið að þetta reynist ríkisstjórninni erfitt? „Ég held að það hljóti að vera,“ segir Kristrún og tekur undir orð Sigmundar um að það þyki sérstakt að fjármálaráðherra stilli ríkisstjórninni upp við vegg, að gjörningurinn gangi ekki upp nema að Landsbankinn í heild sinni verði seldur. „Vegna þess að ég get ekki séð að það séu neinir fyrirvarar í þessu skuldbindandi tilboði, sem er búið að samþykkja, um að það sé hægt að rifta því eftir á. Vegna þess að fjármálaráðherra áttaði sig mörgum mánuðum eftir að ferlið fór af stað á að þeim hugnaðist ekki þessi kaup,“ segir Kristrún. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudaginn, haldið þið að það verði tíðindi þegar bankasýslufulltrúi mætir þangað? „Það kann að vera. Bankasýslan hefur verið skjólgarður ríkisstjórnarinnar í öllum þeim vandræðum sem koma upp í fjármálakerfinu. En á einhverjum tímapunkti þarf stjórnin samt að stjórna, taka ábyrgð. Og þetta bendir til þess að það reynist þeim erfitt,“ segir Sigmundur. „Þetta er eitt af mörgum málum sem nú eru að koma upp, sem sýnir að þau eru ekki sammála um grundvallaratriði,“ bætir Kristrún við. „Og þetta er að verða komið gott.“
Landsbankinn Alþingi Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28