Fótbolti

Klesst á flug­vél ísraelska liðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ísraelska liðið er komið til Búdapest.
Ísraelska liðið er komið til Búdapest. vísir/getty

Það gekk brösuglega hjá ísraelska landsliðinu að ferðast til Búdapest þar sem liðið mun mæta Íslandi í mikilvægum leik á fimmtudag.

Er verið var að hlaða töskum í vélina tókst ekki betur til en svo að hleðslubíllinn klessti á vélina.

Þurfti því að skoða hana vel áður en hún fór í loftið. Það gerði hún en fluginu seinkaði þó um 50 mínútur.

Ísraelar eru því mættir til Búdapest rétt eins og íslenska liðið. Þeir fengu góð tíðindi í aðdraganda flugsins því Eran Zahavi, leikmaður Mavccabi Tel Aviv, er leikfær og fór með liðinu.

Ísraelar mæta með sitt sterkasta lið fyrir utan að Daniel Perez mun ekki geta spilað vegna meiðsla.

Leikur Íslands og Ísraels fer fram klukkan 19.45 á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×