Fyrir tæpum sjö árum þá hjálpaði Brittany, þá Brittany Matthews, sameiginlegu liði Aftureldingar og Fram, að komast upp um deild.
Þá hafði Kansas City Chiefs valið kærasta hennar Patrick Mahomes í nýliðavalinu um vorið.
Mahomes sló síðan í gegn þegar hann fékk tækifæri með Chiefs liðinu og varð fljótt af einni stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna.
Mahomes varð NFL-meistari í þriðja sinn í febrúar og hann hafði sumarið 2020 skrifaði undir tíu ára samning sem skilaði honum mögulega 503 milljónum dollara eða tæplega 59 milljörðum íslenskra króna.
Mahomes hjónin hafa nota peningana sína til að byggja upp kvennafótboltaliðið í Kansas City.
Stoltust eru þau skötuhjú af því að hafa byggt nýjan leikvang fyrir Kansas City Current. Hann var vígður um helgina en þetta er fyrsti leikvangurinn sem er byggður sérstaklega fyrir kvennalið í NWSL í deildinni. CPKC Stadium tekur 11.500 manns í sæti og kostaði 117 milljónir Bandaríkjadala að byggja eða sextán milljarða króna.
Það var uppselt á leikinn og mikil stemmning. Fyrsti leikurinn var líka mikil skemmtun en Current vann 5-4 sigur á Portland Thorns.
Þau voru líka bæði á svæðinu og það náðist myndband af því þegar Brittany ætlaði að gera lítið úr eiginmanninum með því að klobba hann. Það tókst næstum því.