Innlent

Sjáðu auka­f­rétta­tímann vegna eld­gossins í heild sinni

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, les fréttir klukkan 12.
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, les fréttir klukkan 12. Vísir

Aukafréttatími vegna eldgossins á Reykjanesskaga verður í beinni útsendingu klukkan 12 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi, Vísi og á Bylgjunni.

Í fréttatímanum verður farið yfir atburðarrásina frá því að eldgosið hófst klukkan 20:23 í gærkvöldi milli Hagafells og Stóra-Skógfells.

Kristján Már Unnarsson fréttamaður verður við gosstöðvarnar auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð og ræðum við ýmsa viðbragðsaðila. 

Þrátt fyrir að eldgosið verði sannarlega fyrirferðarmest í tímanum þá verðum við einnig í beinni útsendingu frá blaðamannafundi Höllu Tómasardóttur í Grósku, þar sem gera má ráð fyrir að hún muni tilkynna um forsetaframboð sitt. 

Sjá má aukasjónvarpsfréttatímann í heild sinni í spilaranum að neðan. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×