Líklegt að loka þurfi vegum vegna veðurs Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:09 Veðrið á Ísafirði er milt sem stendur en gul viðvörun tekur gildi þar í nótt. Vísir/Einar Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar. Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar.
Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira