Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Patrycja segir Buszek ekki hætta að knúsa sig eftir heimkomuna. Maríusz Zaworka Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. „Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi. Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Blár hvalur í kveðjugjöf Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Sjá meira
„Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi.
Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið Að hætta kvöld- og næturvafrinu Áskorun Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Blár hvalur í kveðjugjöf Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Sjá meira