Vöruð við því strax í upphafi að hún ætti ekki séns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 14:23 Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag. Þóra, sem starfar nú sem samskiptastjóri Landsvirkjunar, á langan feril að baki í fjölmiðlum og starfaði á Ríkisútvarpinu þegar hún bauð sig fram til forseta vorið 2012. Auk hennar og Ólafs Ragnars voru fjórir í framboði en Þóra var frambjóðandinn sem veitti Ólafi Ragnari hvað harðasta samkeppni. Hann fékk tæp 53 prósent atkvæða í kosningunum en hún 33 prósent. Þóra segist ekki sjá eftir neinu varðandi framboðið. „Ég gat ekki gert sjálfri mér það að vera stöðugt að hugsa um eitthvað sem ég sæi eftir og það var mér mikið kappsmál að fara aldrei fram úr mér að því leyti,“ segir Þóra. „Auðvitað naut ég þess líka að það var fólk sem vildi bara alls ekki kjósa sitjandi forseta og studdi þar með þann kandídat sem var líklegastur til að velgja honum undir uggum.“ Þannig að það er að heyra að það hafi ekki verið mikið högg fyrir þig að tapa? „Nei, ég gerði aldrei ráð fyrir því að vinna. Og mér var alveg sagt það í upphafi af fólki sem þekkti til hans [Ólafs Ragnars] að hann myndi aldrei láta það gerast. Enda gerðist það ekki.“ Brot úr viðtalinu við Þóru má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Andrés Jónsson almannatengil, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ísland í dag Tengdar fréttir Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Þóra, sem starfar nú sem samskiptastjóri Landsvirkjunar, á langan feril að baki í fjölmiðlum og starfaði á Ríkisútvarpinu þegar hún bauð sig fram til forseta vorið 2012. Auk hennar og Ólafs Ragnars voru fjórir í framboði en Þóra var frambjóðandinn sem veitti Ólafi Ragnari hvað harðasta samkeppni. Hann fékk tæp 53 prósent atkvæða í kosningunum en hún 33 prósent. Þóra segist ekki sjá eftir neinu varðandi framboðið. „Ég gat ekki gert sjálfri mér það að vera stöðugt að hugsa um eitthvað sem ég sæi eftir og það var mér mikið kappsmál að fara aldrei fram úr mér að því leyti,“ segir Þóra. „Auðvitað naut ég þess líka að það var fólk sem vildi bara alls ekki kjósa sitjandi forseta og studdi þar með þann kandídat sem var líklegastur til að velgja honum undir uggum.“ Þannig að það er að heyra að það hafi ekki verið mikið högg fyrir þig að tapa? „Nei, ég gerði aldrei ráð fyrir því að vinna. Og mér var alveg sagt það í upphafi af fólki sem þekkti til hans [Ólafs Ragnars] að hann myndi aldrei láta það gerast. Enda gerðist það ekki.“ Brot úr viðtalinu við Þóru má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Andrés Jónsson almannatengil, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ísland í dag Tengdar fréttir Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53