Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 21:01 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52
Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15