Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. mars 2024 18:17 VR skorar á SA að skipta um kúrs. Vísir/Arnar Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samninganefndinni, en Samtök atvinnulífsins tilkynntu í tak að stjórn þeirra hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er mögulegt verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt viðbrögð SA við mögulegu verkfalli vera ofsafengin, en framkvæmdastjóri SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, hefur sagt að fyrst og fremst sé um varnaraðgerð að ræða. Í yfirlýsingunni sem fréttastofu barst upp úr klukkan sex er forsaga málsins rakin, eins og hún blasir við samninganefnd VR: „Framlínustarfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkra hríð reynt að ná fram breytingum á sínum kjörum og vinnufyrirkomulagi. Þau starfa á lágmarkstöxtum eftir sérkjarasamningi sem tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi VR og um helmingur þeirra nýtur ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma yfir vetrarmánuðina. Á veturna er þeim gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum og mæta þá milli 5 og 9 að morgni og þurfa að mæta aftur til vinnu milli 13 og 17,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um verkfall umræddra starfsmanna vegna þess að lítið hefði þokast í viðræðum SA og VR um sérkjarasamninginn og að stjórnendur Icelandair hafi ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum starfsfólksins. Verkbann í stað viðbragða „Á fundum VR og SA í gær, með aðkomu trúnaðarmanns og starfsmanns Icelandair og stjórnenda Icelandair, áttu sér stað uppbyggilegar viðræður um lausnir til handa þessum hópi. VR hlýddi á og brást við sjónarmiðum SA og Icelandair og lagði fram tillögur til umræðu sem gætu verið til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn. Í stað þess að bregðast við tillögum VR ákvað SA að beina þreki sínu í að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum VR.“ Með verkbanni væri gerð tilraun til að kúga VR og starfsfólk Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli til hlýðni í nafni stöðugleika. „Svar samninganefndar VR er að stöðugleiki verður aldrei reistur á herðum fólks sem starfar á lágmarkskjörum. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjarabætur fyrir hóp eins og þennan séu undir í kjaraviðræðum, óháð því hvaða samningar hafa gengið á undan við önnur félög.“ Gríðarlegt tjón fyrir samfélagið Samninganefndin telur að ef verkbann yrði að veruleika geti það sett fjölda fyrirtækja á hliðina, með alvarlegum afleiðingum fyrir launafólk og fyrirtæki. SA séu því tilbúin að kalla gríðarlegt fjárhagstjón yfir samfélagið allt, fremur en að bregðast við kröfum fámenns láglaunahóps á flugvellinum, sem séu hóflegar. „Samninganefnd VR skorar á SA að skipta um kúrs og vinna heldur að því með VR að finna lausn á þeim fáu atriðum sem út af standa í kjaraviðræðum. Samninganefnd VR hefur einnig beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbannið mun ná til.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samninganefndinni, en Samtök atvinnulífsins tilkynntu í tak að stjórn þeirra hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er mögulegt verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt viðbrögð SA við mögulegu verkfalli vera ofsafengin, en framkvæmdastjóri SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, hefur sagt að fyrst og fremst sé um varnaraðgerð að ræða. Í yfirlýsingunni sem fréttastofu barst upp úr klukkan sex er forsaga málsins rakin, eins og hún blasir við samninganefnd VR: „Framlínustarfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkra hríð reynt að ná fram breytingum á sínum kjörum og vinnufyrirkomulagi. Þau starfa á lágmarkstöxtum eftir sérkjarasamningi sem tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi VR og um helmingur þeirra nýtur ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma yfir vetrarmánuðina. Á veturna er þeim gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum og mæta þá milli 5 og 9 að morgni og þurfa að mæta aftur til vinnu milli 13 og 17,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um verkfall umræddra starfsmanna vegna þess að lítið hefði þokast í viðræðum SA og VR um sérkjarasamninginn og að stjórnendur Icelandair hafi ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum starfsfólksins. Verkbann í stað viðbragða „Á fundum VR og SA í gær, með aðkomu trúnaðarmanns og starfsmanns Icelandair og stjórnenda Icelandair, áttu sér stað uppbyggilegar viðræður um lausnir til handa þessum hópi. VR hlýddi á og brást við sjónarmiðum SA og Icelandair og lagði fram tillögur til umræðu sem gætu verið til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn. Í stað þess að bregðast við tillögum VR ákvað SA að beina þreki sínu í að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum VR.“ Með verkbanni væri gerð tilraun til að kúga VR og starfsfólk Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli til hlýðni í nafni stöðugleika. „Svar samninganefndar VR er að stöðugleiki verður aldrei reistur á herðum fólks sem starfar á lágmarkskjörum. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjarabætur fyrir hóp eins og þennan séu undir í kjaraviðræðum, óháð því hvaða samningar hafa gengið á undan við önnur félög.“ Gríðarlegt tjón fyrir samfélagið Samninganefndin telur að ef verkbann yrði að veruleika geti það sett fjölda fyrirtækja á hliðina, með alvarlegum afleiðingum fyrir launafólk og fyrirtæki. SA séu því tilbúin að kalla gríðarlegt fjárhagstjón yfir samfélagið allt, fremur en að bregðast við kröfum fámenns láglaunahóps á flugvellinum, sem séu hóflegar. „Samninganefnd VR skorar á SA að skipta um kúrs og vinna heldur að því með VR að finna lausn á þeim fáu atriðum sem út af standa í kjaraviðræðum. Samninganefnd VR hefur einnig beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbannið mun ná til.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28
Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30