Úkraínumenn hafi fundið fyrir miklum stuðningi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 18:19 Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu. Vísir/Vilhelm Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem skipa vinahóp Íslands á Úkraínuþingi kom til landsins í gær. Tilgangur heimsóknarinnar er meðal annars að efla tvíhliða samskipti landanna og ræða þann stuðning sem íslensk stjórnvöld hafa veitt úkraínsku þjóðinni. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með stjórnmálamönnum landsins auk þess sem fyrirhugað er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir. Þingmennirnir heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og ítrekuðu þakklæti sitt. „Við erum afar þakklát fyrir að Ísland tók þátt í söfnuninni sem fór fram 8. desember í fyrra. Söfnunin var til hjálpar úkraínskum börnum. Ísland skrifaði einnig undir yfirlýsinguna um söfnunina. Við vonum að sama góða niðurstaðan náist við að ná aftur þeim úkraínsku borgurum sem Rússland nam ólöglega á brott,“ sagði Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu hjá úkraínska þinginu, á Bessastöðum í dag. „Þeir leita eftir frekari stuðning hvar sem hann er hugsanlega að fá. Sú er sannarlega raunin hér á Íslandi, ég heyrði það á máli þeirra. Þeim hefur þótt vænt um að finna það meðal ráðamanna og almennings,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti úkraínskum þingmönnum í dag.Vísir/Vilhelm „Nú er brýnt að við sem unnum friði, öryggi, jafnréttindum og mannréttindum látum það í ljós og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sá ráðamaður og það ríki sem beitir ofbeldi af þessu tagi fái ekki að komast upp með það.“ Inntur eftir því hvort Íslendingar séu að gera nóg segir Guðni stuðningur Íslendinga við Úkraínu augljós, hér hafi fólki verið veitt skjól. „Ég veit ekki betur en að upp til hópa þyki Úkraínumönnum sem Íslendingar hafi tekið vel á móti þeim. Við höfum líka reynt að styðja við bakið á Úkraínumönnum að ýmsu leiti þannig að ég finn ekki fyrir öðru en þakklæti í huga þessara góðu gesta sem komu við á Bessastöðum í dag.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forseti Íslands Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira