Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 11:55 Leyfum fækkar, verðið hækkar en eftirspurn vex. Hér má sjá hreindýraveiðimann stilla sér upp yfir föllnum tarfi á Jökuldalsheiði. vísir/jakob Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni. Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni.
Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira