Tónlistarkonurnar Selma Björnsdóttir og Salka Sól Eyfeld sáu um veislustjórn kvöldsins. Þær mættu á svæðið með stæl og keyrðu inn í höllina í blómaskreyttum golfbíl.
Fjölbreyttur hópur tónlistarmanna steig á svið og skemmtu gestum fram á nótt.
Þar má nefna Emmsjé Gauta, Friðrik Dór og Anítu Ósk, sem starfar einnig sem flugfreyja hjá Icelandair, píanó snillinginn Pálma Sigurhjartars og hljómsveitina Bandmenn.
Líkt og meðfylgjandi myndir Maríu Kjartansdóttur ljósmyndara gefa til kynna var gleðin við völd.






























