Átján boða forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2024 11:57 Kristján Jökull einkaþjálfari er meðal þeirra átján sem hafa boðað forsetaframboð. facebook Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16
Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34