„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2024 08:00 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem nú hefur eignast lítinn bróður. VÍSIR/VILHELM Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“ Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Sjá meira
Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Sjá meira