Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 21:01 Snorri Jakobsson greinandi segir nýundirritaða kjarasamninga hafa verið skynsamlega. Hann hefur trú á að markið samninganna náist. Vísir/Ívar Fannar Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. Breiðfylking stéttarfélaga skrifaði undir hófsaman tímamótasamning við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag eftir tæplega þriggja mánaða viðræður. Fagfélögin fylgdu á hæla stóru félaganna og skrifuðu undir í gær. Með þessu er búið að semja við stóra hópa og er talið líklegt að aðrir kjarasamningar, sem gera á með vorinu, muni byggja á þessum grunni. Greinandi segir samningana skynsamlega. „Miklu meiri launahækkanir hefðu einfaldlega komið fram í gengisveikingu, eins og staðan er í dag. Ísland er ekki sérstaklega samkeppnishæft, verðlagið hér í erlendum gjaldmiðlum er mjög hátt svo samkeppnisstaða landsins er ekkert rosalega góð,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital. Hann segir aðgerðapakka stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér vilyrði fyrir uppbyggingu þúsund íbúða á næstu fjórum árum, vonandi munu snúa við þeirri þróun sem varð á fasteignamarkaði í kjölfar heimsfaraldurs Covid, þegar eftirspurn var mikil en framboð fylgdi ekki. „Það var vandi fyrir á fasteignamarkaði á Íslandi, það var ekki nægt húsnæði. Til að draga niður kostnað við uppihald hjá almenningi skiptir miklu máli að koma með mikið af fasteignumog kannski halda fasteignaverði niðri,“ segir Snorri. Samningarnir muni létta undir með mörgum fyrirtækjum en óvíst sé hvort þeir dugi til. „Hjá öðrum er staðan bara orðin slæm. Gjaldþrotum mun fjölga á næstu tólf til átján mánuðum og uppsögnum.“ Markmiðum samninganna verði líklega náð. „Ef þú ert að horfa til heildarinnar eru þetta góðir samningar fyrir heildina. Ef þú gerir samninga sem eru góðir fyrir heildina en ekki einstaka hópa, þar sem menn eru að skara eld að sinni köku þá eru mjög miklar líkur á því að vextir muni lækka og verðbólga minnka.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 „Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9. mars 2024 17:51 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga skrifaði undir hófsaman tímamótasamning við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag eftir tæplega þriggja mánaða viðræður. Fagfélögin fylgdu á hæla stóru félaganna og skrifuðu undir í gær. Með þessu er búið að semja við stóra hópa og er talið líklegt að aðrir kjarasamningar, sem gera á með vorinu, muni byggja á þessum grunni. Greinandi segir samningana skynsamlega. „Miklu meiri launahækkanir hefðu einfaldlega komið fram í gengisveikingu, eins og staðan er í dag. Ísland er ekki sérstaklega samkeppnishæft, verðlagið hér í erlendum gjaldmiðlum er mjög hátt svo samkeppnisstaða landsins er ekkert rosalega góð,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital. Hann segir aðgerðapakka stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér vilyrði fyrir uppbyggingu þúsund íbúða á næstu fjórum árum, vonandi munu snúa við þeirri þróun sem varð á fasteignamarkaði í kjölfar heimsfaraldurs Covid, þegar eftirspurn var mikil en framboð fylgdi ekki. „Það var vandi fyrir á fasteignamarkaði á Íslandi, það var ekki nægt húsnæði. Til að draga niður kostnað við uppihald hjá almenningi skiptir miklu máli að koma með mikið af fasteignumog kannski halda fasteignaverði niðri,“ segir Snorri. Samningarnir muni létta undir með mörgum fyrirtækjum en óvíst sé hvort þeir dugi til. „Hjá öðrum er staðan bara orðin slæm. Gjaldþrotum mun fjölga á næstu tólf til átján mánuðum og uppsögnum.“ Markmiðum samninganna verði líklega náð. „Ef þú ert að horfa til heildarinnar eru þetta góðir samningar fyrir heildina. Ef þú gerir samninga sem eru góðir fyrir heildina en ekki einstaka hópa, þar sem menn eru að skara eld að sinni köku þá eru mjög miklar líkur á því að vextir muni lækka og verðbólga minnka.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 „Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9. mars 2024 17:51 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46
„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9. mars 2024 17:51
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50