Innlent

Maður um tví­tugt lést í mótor­hjóla­slysinu í Heið­mörk

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hinn látni var um tvítugt.
Hinn látni var um tvítugt.

Karlmaður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu sem varð í Heiðmörk um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn ók mótorhjólinu vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnaði utan vegar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilkynning um slysið barst klukkan tuttugu mínútur yfir sex í gær og maðurinn var fluttur á Landspítalann. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki sé hægt að greina frá nafni mansins að svo stöddu en málið er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Um er að ræða áttunda banaslysið í umferðinni það sem af er ári.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×