Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2024 20:01 Anh-Dao K. Tran er aðjunkt við Háskóla Íslands og handhafi fálkaorðu. Vísir/Sigurjón Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao. Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao.
Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28