Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2024 20:01 Anh-Dao K. Tran er aðjunkt við Háskóla Íslands og handhafi fálkaorðu. Vísir/Sigurjón Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao. Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao.
Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28