Kerfið lúti stjórn öfgamanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 07:01 Sigmundur segir íslenskan landbúnað berjast í bökkum, og sótt sé að honum úr öllum áttum. Vísir/VIlhelm Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli. Margt skjóti skökku við Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins finna drögunum margt til foráttu og lýsa yfir þungum áhyggjum í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem birtist í gær 8. mars. Greinarhöfundar eru Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Árnason. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er meðal þeirra sem gera athugasemdir við reglugerðardrögin.Vísir/Vilhelm Að þeirra mati er margt furðulegt í drögunum, en í þeim er kveðið á um að land sé ekki talið beitarhæft fyrir búfé ef brekkur eru yfir þrjátíu gráðu halla, fjall fer yfir 600 metra í hæð eða undir tuttugu prósent lands sé þakið gróðri. Þingmennirnir benda á að margir bændur búi við og hafi beitt lönd sem þessi ákvæði eiga við í árhundruð með góðum árangri. Þeir segja jafnframt að matið verði ávallt huglægt og það yrði ógerningur að tryggja jafnræði og sömu viðmið um löglegt beitiland um land allt. Þeir segja jafnframt að það virðist sem ríkisstofnunin Land og skógur hafi skrifað reglugerðina, eigi að framfylgja henni og hafa eftirlit sömuleiðis. Þeir segja þetta vitaskuld ekki skynsamlegt að sami aðilinn sitji báðum megin borðs. Íslenskt sauðfé verður ekki eins frjálst ferða sinna, verði drögin óbreytt að lögum.Vísir/Vilhelm Mikill kostnaður Þingmennirnir benda einnig á kostnaðinn sem myndi fylgja nýju reglunum, og óljóst sé hver eigi að borga brúsann. Bent er á það að hver kílómetri af lagningu girðinga kosti um fimm milljónir króna. Óljóst sé hvort bændur eigi að bera þann kostnað eða skattgreiðendur. Kostnaðurinn hefur ekki verið metinn upp á krónu en þingmennirnir segja að herlegheitin hlaupi á milljörðum. Bent er á það að í 129. grein sveitastjórnarlaga komi skýrt fram að kostnaðarmeta verði stjórnvaldsfyrirmæli sem gætu haft áhrif á sveitarfélög. Sjálfbær nýting grunnstef landbúnaðar Ennfremur er bent á það að augljós hvati sé fyrir bændur að tryggja sjálfbæra landnýtingu á landi sínu. Bændur sem ekki tryggja sjálfbæra landnýtingu geti eðli máls samkvæmt ekki ræktað land sitt og haft af því tekjur til lengri tíma. „Það er í besta falli sóun á skattfé og í versta falli misnotkun þess að hafa íþyngjandi eftirlit frá ríkinu [...] til þess að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Þetta væri jafnvel eins og ríkið færi að hafa eftirlit með því að fólk nærðist eða fengi nægan nætursvefn. Hér má sjá villt hreindýr að beit. Þingmennirnir veltu einnig vöngum yfir því hvort setja ætti stífari reglur um beit villtra dýra, svosem álfta, gæsa og hreindýra. Spurt var hvort það ætti nokkuð að aflífa öll dýrin til að verja landið.Vísir/Vilhelm 82 umsagnir Reglugerðardrögin luku umsagnarferli í samráðsgátt þann 22. febrúar síðastliðinn, en í gáttina bárust 82 umsagnir. Drögin og umsagnirnar má finna hér. Margar umsagnir bárust frá sveitarfélögum á landsbyggðinni, bændum og búnaðarsamtökum, sem lýstu jafnan yfir mikilli óánægju. Ein þeirra barst frá stjórn Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, sem „gerir alvarlegar athugasemdir við framkomin drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Ljóst er að nái drögin fram að ganga mun landbúnaður á starfssvæði BHS taka stórfelldum breytingum með verulegri hættu á hnignun byggðar á Norðurlandi vestra.“ Fjölmörg sveitarfélög lýstu yfir áhyggjum í svipuðum dúr. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er eina konan í fimm manna þingmannahópnum sem gerir athugasemdirnar.Vísir/Vilhelm Gáttinni bárust einnig jákvæðar umsagnir, og þótti sumum jafnvel ekki nógu langt gengið í náttúruvernd. Umsögn frá VÍN, Vinum íslenskrar náttúru, segir það mikið fagnaðarefni að drögin skuli vera aftur komin til kynningar. Ábendingar VÍN snúa meðal annars að orðalagi og hugtakanotkun, en til dæmis vilja þau fjarlægja hugtakið beitiland og vilja í staðinn segja land með stöðugu, grónu yfirborði sem nýtt er til beitar húsdýra. Þau vilja einnig skýra betur hugtakið graslendi. Þau segja að bændur og fræðimenn hafi ekki sama skilning á hugtökum sem þessum. Einnig vilja VÍN að sveitarfélögin sjálf megi ekki meta ástand lands upp á eigin spýtur. Þau hafi almennt ekki í sinni þjónustu starfsmenn með reynslu og tilhlítandi menntun til þess. Þetta eigi þá að vera á færum þar til gerðra sérfræðinga og vísindastofnana. Stanslaust sótt að íslenskum landbúnaði Sigmundur Davíð tekur í sama streng og þingmennirnir fimm, en hann segir umræddar hugmyndir enn eina tilraunina til að þrengja að íslenskum landbúnaði. Hann segir stanslaust sótt að íslenskum bændum úr öllum áttum. „Ég lít á þetta sem enn eina aðgerðina til þess að sækja að bændum og auka völd kerfisins gagnvart þeim sem sjá um að búa til mat fyrir okkur og halda landinu í byggð.“ Tillögurnar séu stórfurðulegar og fáránleikinn sé í raun slíkur að þær séu eins og þær hafi verið klipptar úr grínþáttunum Ráðherranum. Kerfið tekur völdin Sigmundur Davíð nefnir sérstaklega umsögn Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur prófessors í landnýtingu um málið, en hún er númer 77 í samráðsgátt. Hennar sérsvið er beitarvistfræði en hún lýsir yfir mikilli óánægju með tillögurnar. Anna Guðrún segir að í reglugerðinni skíni í gegn „algjört skilningsleysi á eðli og áhrifum beitar á gróður og vistkerfi og algjört þekkingarleysi á beitirannsóknum síðustu 20-30 ára.“ Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Sigmundur vill meina að faglegt mat ríkisstofnana sé einmitt ekki alltaf faglegt. „Þetta er enn eitt dæmið um að kerfið, sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og lifir í einhverri fjarstæðri hugmyndafræði sölsi undir sig öll völd. Með þessu fær stofnunin Land og skógur eitthvað alræðisvald yfir beitilandi.“ Hann segist hafa miklar áhyggjur af því hvernig þessi stofnun hefur farið af stað, og segir raunar réttara að nefna hana mýrar og auðn vegna þess að svo virðist sem markmiðið sé að leggja allt ræktarland af. Hann segir stofnunina vera undir ægivaldi öfgamanna og lúti hugmyndafræðilegri stjórn Vinstri grænna. „Það er alltaf verið að tala um eitthvað sérfræðimat. En það er í rauninni bara aktívistamat,“ segir Sigmundur, sem segir að hið svokallaða bákn lúti oftar en ekki stjórn öfgamanna í til dæmis vantilfundinni náttúruvernd. Bændur meti hvað sé sjálfbært og hvað ekki Sigmundur segist ekki treysta kerfinu til að meta það hvað sé sjálfbær búskapur og hvað ekki, bændur séu mikið betur til þess fallnir. Þeir hafi passað jarðir sínar á Íslandi í 1.100 ár með góðum árangri. „Þannig að þegar þetta nýja stjórnkerfi kemur með sínar hugmyndir og ætlar að skikka bændur til að fylgja nýjustu tísku um það hvað telst sjálfbært, þá er það á vissan hátt eignaupptaka.“ Gullhúðun - blýfylling? Sigmundur segir Ísland löngu farið fram úr öðrum Evrópulöndum í kröfum til ýmissa atriða með því sem við höfum kallað „gullhúðun“ reglugerða en Sigmundur vill frekar kalla „blýfyllingu.“ Stanslaust sé verið að skekkja stöðu íslenskra bænda gagnvart erlendum landbúnaðarvörum. Hér séu sífellt fleiri kröfur og kostnaður lagður á íslensk fjölskyldubú, og meira og meira opnað fyrir innflutning frá stórum búum í Evrópu, sem glíma ekki við sama reglugerðarfargan og íslensku búin. Nú vilji kerfið að íslenskt sauðfé fari annað en upp á fjöll. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spyr sig hvað fylli mælinn hjá íslenskum bændum Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi. 27. febrúar 2024 21:09 Samdráttur í kjötframleiðslu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt í kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt. 7. janúar 2024 23:23 Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. 25. október 2023 10:15 Staða landbúnaðar, kvennaverkfall og húsnæðismál Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræðir stöðu landbúnaðar á Íslandi, sem hún segir rekinn með stanslausum halla. Hún telur að sá halli nálgist 25 milljarða ef bændum eru reiknuð eðlileg laun fyrir vinnu sína. 22. október 2023 09:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Margt skjóti skökku við Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins finna drögunum margt til foráttu og lýsa yfir þungum áhyggjum í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem birtist í gær 8. mars. Greinarhöfundar eru Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Árnason. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er meðal þeirra sem gera athugasemdir við reglugerðardrögin.Vísir/Vilhelm Að þeirra mati er margt furðulegt í drögunum, en í þeim er kveðið á um að land sé ekki talið beitarhæft fyrir búfé ef brekkur eru yfir þrjátíu gráðu halla, fjall fer yfir 600 metra í hæð eða undir tuttugu prósent lands sé þakið gróðri. Þingmennirnir benda á að margir bændur búi við og hafi beitt lönd sem þessi ákvæði eiga við í árhundruð með góðum árangri. Þeir segja jafnframt að matið verði ávallt huglægt og það yrði ógerningur að tryggja jafnræði og sömu viðmið um löglegt beitiland um land allt. Þeir segja jafnframt að það virðist sem ríkisstofnunin Land og skógur hafi skrifað reglugerðina, eigi að framfylgja henni og hafa eftirlit sömuleiðis. Þeir segja þetta vitaskuld ekki skynsamlegt að sami aðilinn sitji báðum megin borðs. Íslenskt sauðfé verður ekki eins frjálst ferða sinna, verði drögin óbreytt að lögum.Vísir/Vilhelm Mikill kostnaður Þingmennirnir benda einnig á kostnaðinn sem myndi fylgja nýju reglunum, og óljóst sé hver eigi að borga brúsann. Bent er á það að hver kílómetri af lagningu girðinga kosti um fimm milljónir króna. Óljóst sé hvort bændur eigi að bera þann kostnað eða skattgreiðendur. Kostnaðurinn hefur ekki verið metinn upp á krónu en þingmennirnir segja að herlegheitin hlaupi á milljörðum. Bent er á það að í 129. grein sveitastjórnarlaga komi skýrt fram að kostnaðarmeta verði stjórnvaldsfyrirmæli sem gætu haft áhrif á sveitarfélög. Sjálfbær nýting grunnstef landbúnaðar Ennfremur er bent á það að augljós hvati sé fyrir bændur að tryggja sjálfbæra landnýtingu á landi sínu. Bændur sem ekki tryggja sjálfbæra landnýtingu geti eðli máls samkvæmt ekki ræktað land sitt og haft af því tekjur til lengri tíma. „Það er í besta falli sóun á skattfé og í versta falli misnotkun þess að hafa íþyngjandi eftirlit frá ríkinu [...] til þess að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Þetta væri jafnvel eins og ríkið færi að hafa eftirlit með því að fólk nærðist eða fengi nægan nætursvefn. Hér má sjá villt hreindýr að beit. Þingmennirnir veltu einnig vöngum yfir því hvort setja ætti stífari reglur um beit villtra dýra, svosem álfta, gæsa og hreindýra. Spurt var hvort það ætti nokkuð að aflífa öll dýrin til að verja landið.Vísir/Vilhelm 82 umsagnir Reglugerðardrögin luku umsagnarferli í samráðsgátt þann 22. febrúar síðastliðinn, en í gáttina bárust 82 umsagnir. Drögin og umsagnirnar má finna hér. Margar umsagnir bárust frá sveitarfélögum á landsbyggðinni, bændum og búnaðarsamtökum, sem lýstu jafnan yfir mikilli óánægju. Ein þeirra barst frá stjórn Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, sem „gerir alvarlegar athugasemdir við framkomin drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Ljóst er að nái drögin fram að ganga mun landbúnaður á starfssvæði BHS taka stórfelldum breytingum með verulegri hættu á hnignun byggðar á Norðurlandi vestra.“ Fjölmörg sveitarfélög lýstu yfir áhyggjum í svipuðum dúr. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er eina konan í fimm manna þingmannahópnum sem gerir athugasemdirnar.Vísir/Vilhelm Gáttinni bárust einnig jákvæðar umsagnir, og þótti sumum jafnvel ekki nógu langt gengið í náttúruvernd. Umsögn frá VÍN, Vinum íslenskrar náttúru, segir það mikið fagnaðarefni að drögin skuli vera aftur komin til kynningar. Ábendingar VÍN snúa meðal annars að orðalagi og hugtakanotkun, en til dæmis vilja þau fjarlægja hugtakið beitiland og vilja í staðinn segja land með stöðugu, grónu yfirborði sem nýtt er til beitar húsdýra. Þau vilja einnig skýra betur hugtakið graslendi. Þau segja að bændur og fræðimenn hafi ekki sama skilning á hugtökum sem þessum. Einnig vilja VÍN að sveitarfélögin sjálf megi ekki meta ástand lands upp á eigin spýtur. Þau hafi almennt ekki í sinni þjónustu starfsmenn með reynslu og tilhlítandi menntun til þess. Þetta eigi þá að vera á færum þar til gerðra sérfræðinga og vísindastofnana. Stanslaust sótt að íslenskum landbúnaði Sigmundur Davíð tekur í sama streng og þingmennirnir fimm, en hann segir umræddar hugmyndir enn eina tilraunina til að þrengja að íslenskum landbúnaði. Hann segir stanslaust sótt að íslenskum bændum úr öllum áttum. „Ég lít á þetta sem enn eina aðgerðina til þess að sækja að bændum og auka völd kerfisins gagnvart þeim sem sjá um að búa til mat fyrir okkur og halda landinu í byggð.“ Tillögurnar séu stórfurðulegar og fáránleikinn sé í raun slíkur að þær séu eins og þær hafi verið klipptar úr grínþáttunum Ráðherranum. Kerfið tekur völdin Sigmundur Davíð nefnir sérstaklega umsögn Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur prófessors í landnýtingu um málið, en hún er númer 77 í samráðsgátt. Hennar sérsvið er beitarvistfræði en hún lýsir yfir mikilli óánægju með tillögurnar. Anna Guðrún segir að í reglugerðinni skíni í gegn „algjört skilningsleysi á eðli og áhrifum beitar á gróður og vistkerfi og algjört þekkingarleysi á beitirannsóknum síðustu 20-30 ára.“ Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Sigmundur vill meina að faglegt mat ríkisstofnana sé einmitt ekki alltaf faglegt. „Þetta er enn eitt dæmið um að kerfið, sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og lifir í einhverri fjarstæðri hugmyndafræði sölsi undir sig öll völd. Með þessu fær stofnunin Land og skógur eitthvað alræðisvald yfir beitilandi.“ Hann segist hafa miklar áhyggjur af því hvernig þessi stofnun hefur farið af stað, og segir raunar réttara að nefna hana mýrar og auðn vegna þess að svo virðist sem markmiðið sé að leggja allt ræktarland af. Hann segir stofnunina vera undir ægivaldi öfgamanna og lúti hugmyndafræðilegri stjórn Vinstri grænna. „Það er alltaf verið að tala um eitthvað sérfræðimat. En það er í rauninni bara aktívistamat,“ segir Sigmundur, sem segir að hið svokallaða bákn lúti oftar en ekki stjórn öfgamanna í til dæmis vantilfundinni náttúruvernd. Bændur meti hvað sé sjálfbært og hvað ekki Sigmundur segist ekki treysta kerfinu til að meta það hvað sé sjálfbær búskapur og hvað ekki, bændur séu mikið betur til þess fallnir. Þeir hafi passað jarðir sínar á Íslandi í 1.100 ár með góðum árangri. „Þannig að þegar þetta nýja stjórnkerfi kemur með sínar hugmyndir og ætlar að skikka bændur til að fylgja nýjustu tísku um það hvað telst sjálfbært, þá er það á vissan hátt eignaupptaka.“ Gullhúðun - blýfylling? Sigmundur segir Ísland löngu farið fram úr öðrum Evrópulöndum í kröfum til ýmissa atriða með því sem við höfum kallað „gullhúðun“ reglugerða en Sigmundur vill frekar kalla „blýfyllingu.“ Stanslaust sé verið að skekkja stöðu íslenskra bænda gagnvart erlendum landbúnaðarvörum. Hér séu sífellt fleiri kröfur og kostnaður lagður á íslensk fjölskyldubú, og meira og meira opnað fyrir innflutning frá stórum búum í Evrópu, sem glíma ekki við sama reglugerðarfargan og íslensku búin. Nú vilji kerfið að íslenskt sauðfé fari annað en upp á fjöll.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spyr sig hvað fylli mælinn hjá íslenskum bændum Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi. 27. febrúar 2024 21:09 Samdráttur í kjötframleiðslu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt í kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt. 7. janúar 2024 23:23 Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. 25. október 2023 10:15 Staða landbúnaðar, kvennaverkfall og húsnæðismál Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræðir stöðu landbúnaðar á Íslandi, sem hún segir rekinn með stanslausum halla. Hún telur að sá halli nálgist 25 milljarða ef bændum eru reiknuð eðlileg laun fyrir vinnu sína. 22. október 2023 09:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Spyr sig hvað fylli mælinn hjá íslenskum bændum Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi. 27. febrúar 2024 21:09
Samdráttur í kjötframleiðslu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt í kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt. 7. janúar 2024 23:23
Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. 25. október 2023 10:15
Staða landbúnaðar, kvennaverkfall og húsnæðismál Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræðir stöðu landbúnaðar á Íslandi, sem hún segir rekinn með stanslausum halla. Hún telur að sá halli nálgist 25 milljarða ef bændum eru reiknuð eðlileg laun fyrir vinnu sína. 22. október 2023 09:30