Dómari þarf ekki að víkja þrátt fyrir að hafa lýst persónulegri skoðun sinni Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins á Akureyri 2021. Vísir/Lillý Hlynur Jónsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, þarf ekki að víkja sæti í hoppukastalamálinu svokallaða. Landsréttur staðfesti í lok síðasta mánaðar úrskurð héraðsdóms, Hlyns sjálfs, þess efnis. Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt.
Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07
Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03