Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 19:41 Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá með sýnishorn af gamla nafnskírteininu og tveimur útgáfum að nýja nafnskírteininu. Stöð 2/Sigurjón Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl. Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl.
Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18