Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 09:18 Nú er hægt að sækja um nafnskírteini hjá Þjóðskrá íslands. Á myndinni er hefðbundið nafnskírteini, sem gildir ekki sem ferðaskilríki. Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár. Þar segir að nafnskírteinin séu fullgild persónuskilríki, sem allir íslenskir ríkisborgarar geta sótt um óháð aldri og notað til aukenningar. Eldri nafnskírteini sem gefin voru út fyrir 1. janúar 2013 féllu úr gildi 1. desember 2023 og skírteini sem gefin voru út frá þeim tíma og fram til 1. mars 2024 falla úr gildi 31. desember 2025. „Með nýrri útgáfu nafnskírteina er verið að auka öryggi þeirra í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja ásamt því að nafnskírteinin er í handhægri stærð í uppfærðu útliti,“ segir í fréttinni á vef Þjóðskrár. Þar segir einnig að með útgáfunni sé verið að uppfylla kröfur Evrópusambandsins og þá byggir útlit nafnskírteinanna á nýjum staðli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Helsta breytingin á útliti er að andlitsmyndin er nú mun stærri en hún var. Nafnskírteini sem gildir sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Eins og fyrr segir er hægt að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem hægt er að framvísa á Evrópska efnahagssvæðinu í stað vegabréfs. „Nafnskírteinin staðfesta handahafa kortsins og ríkisfang. Skírteinin eru með örgjörva líkt og vegabréf og fylgja alþjóðlegum stöðlum og ESB-reglugerð. Munurinn á nafnskírteinum sem ferðaskilríkjum og vegabréfum, er að vegabréf gilda sem ferðaskilríki til allra landa í heiminum en nafnskírteinin gilda innan landa Evrópska efnahagssvæðisins (EES).“ Vert er að ítreka að um er að ræða tvær ólíkar útgáfur; hefðbundin nafnskírteini og nafnskírteini sem ferðaskilríki. Hefðbundin nafnskírteini sýna ekki ríkisfang og eru ekki gild sem ferðaskilríki. „Auknar kröfur eru gerðar í samfélaginu um að einstaklingar auðkenni sig með gildum persónuskilríkjum og því nauðsynlegt að koma til móts við þá hópa sem ekki geta framvísað t.d. ökuskírteini. Með nýju nafnskírteinunum geta ungmenni og aðrir hópar sannað á sér deili með framvísun þeirra og þá sérstaklega innanlands,“ segir á vef Þjóðskrár. Stjórnsýsla Vegabréf Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár. Þar segir að nafnskírteinin séu fullgild persónuskilríki, sem allir íslenskir ríkisborgarar geta sótt um óháð aldri og notað til aukenningar. Eldri nafnskírteini sem gefin voru út fyrir 1. janúar 2013 féllu úr gildi 1. desember 2023 og skírteini sem gefin voru út frá þeim tíma og fram til 1. mars 2024 falla úr gildi 31. desember 2025. „Með nýrri útgáfu nafnskírteina er verið að auka öryggi þeirra í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja ásamt því að nafnskírteinin er í handhægri stærð í uppfærðu útliti,“ segir í fréttinni á vef Þjóðskrár. Þar segir einnig að með útgáfunni sé verið að uppfylla kröfur Evrópusambandsins og þá byggir útlit nafnskírteinanna á nýjum staðli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Helsta breytingin á útliti er að andlitsmyndin er nú mun stærri en hún var. Nafnskírteini sem gildir sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Eins og fyrr segir er hægt að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem hægt er að framvísa á Evrópska efnahagssvæðinu í stað vegabréfs. „Nafnskírteinin staðfesta handahafa kortsins og ríkisfang. Skírteinin eru með örgjörva líkt og vegabréf og fylgja alþjóðlegum stöðlum og ESB-reglugerð. Munurinn á nafnskírteinum sem ferðaskilríkjum og vegabréfum, er að vegabréf gilda sem ferðaskilríki til allra landa í heiminum en nafnskírteinin gilda innan landa Evrópska efnahagssvæðisins (EES).“ Vert er að ítreka að um er að ræða tvær ólíkar útgáfur; hefðbundin nafnskírteini og nafnskírteini sem ferðaskilríki. Hefðbundin nafnskírteini sýna ekki ríkisfang og eru ekki gild sem ferðaskilríki. „Auknar kröfur eru gerðar í samfélaginu um að einstaklingar auðkenni sig með gildum persónuskilríkjum og því nauðsynlegt að koma til móts við þá hópa sem ekki geta framvísað t.d. ökuskírteini. Með nýju nafnskírteinunum geta ungmenni og aðrir hópar sannað á sér deili með framvísun þeirra og þá sérstaklega innanlands,“ segir á vef Þjóðskrár.
Stjórnsýsla Vegabréf Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira