Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Bandaríkjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 07:00 Guðný Ósk segir brasilísku rassasöguna helst hafa farið á flug í Bandaríkjunum. Vísir Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna. „Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
„Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira