Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra en í morgun var tilkynnt um að rúmlega sjötíu Palestínumönnum hefði verið hleypt út af Gasa svæðinu í gærkvöldi. 

Fólkið, sem allt er með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, er nú í Kaíró á leið til Íslands. 

Þá fylgjumst við áfram með gangi kjaraviðræðna en viðsemjendur hittust á ný á fundi í Karphúsinu í morgun. Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin.

Að auki heyrum við í skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni en samið verður um starfslok kennara við skólann sem lét á dögunum óviðurkvæmileg ummæli falla í garð Bashars Murad keppanda í söngvakeppni sjónvarpsins.

Í íþróttum fjöllum við síðan um Gylfa Þór Sigurðsson sem æfir nú með Fylki á Spáni. Hann er án liðs sem stendur en virðist stefna á endurkomu. Þá verður rætt við Alfreð Gíslason handboltaþjálfara sem hefur nú endurnýjað samning sinn við þýska landsliðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×