Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 09:12 Nauðganir og kynferðisofbeldi á Indlandi komast nú oftar í fréttirnar en áður en tugþúsundir árása eru tilkynntar á ári hverju. Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað. Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira