„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. mars 2024 08:00 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Hasan tók á móti konu sinni og dóttur. Hann er fullur þakklætis og er stoltur að fá að búa á Íslandi. Vísir/Einar Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57