Fótbolti

Tíu leik­menn Ajax komust aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kenneth Taylor og Kristian Hlynsson fagna marki þess fyrrnefnda í dag.
Kenneth Taylor og Kristian Hlynsson fagna marki þess fyrrnefnda í dag. ANP via Getty Images

Eftir fjóra deildarleiki í röð án sigurst komust Kristian Hlynsson og félagar hans í Ajax aftur á sigurbraut er liðið vann 2-0 sigur gegn Utrecht í hollensku deildinni í fótbolta í dag.

Kristian var í byrjunarliði Ahjax í dag en það var Brian Brobbey sem kom liðinu yfir með marki á 39. mínútu og staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Brobbey var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu þegar hann lagði upp annað mark heimamanna fyrir Kenneth Taylor.

Heimamenn þurftu þó að leika síðustu mínútur leiksins manni færri eftir að Devyne Rensch nældi sér í beint rautt spjald. Mínútu síðar var Kristian tekinn af velli, en gestunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan því 2-0 sigur Ajax.

Ajax situr nú í fimmta sæti hollensku deildarinnar með 39 stig eftir 24 leiki, 26 stigum á eftir toppliði PSV sem hefur enn ekki tapað leik. Utrecht situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×