Fyrsta undirbúningstímabil Jökuls: „Þetta er leikur að svæðum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2024 13:01 Jökull Elísabetarson stýrir sínu fyrsta undirbúningstímabili hjá Stjörnunni um þessar mundir. Vísir/Stöð 2 Sport Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. Í fyrsta þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Stjörnunnar eftir á sínu undirbúningstímabili, en liðið er á leið í sitt fyrsta heila tímabil undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar. Jökull tók við liðinu um mitt síðasta sumar eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara. Þetta er því fyrsta undirbúningstímabil Jökuls sem aðalþjálfari Stjörnunnar og eins og flestir vita skiptir gríðarlegu máli að mæta vel til leiks í fyrstu leiki tímabilsins. Undirbúningstímabilið getur því skipt sköpum fyrir lið deildarinnar. „Ég hugsa fótbolta á tiltölulega einfaldan hátt. Þetta er leikur að svæðum og við stúderum bara svæðin og hvar svæðin liggja,“ segir Jökull í þætti kvöldsins, en brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Jökull tók við Stjönunni í maí á síðasta ári, en þá hafði liðið tapað fimm af fyrstu sex leikjum tímabilsins og aðeins unnið einn. Jökli tókst að snúa genginu við og liðið hafnaði að lokum í fjórða sæti deildarinnar og tapaði aðeins þremur leikjum undir hans stjórn áður en deildinni var skipt í efri og neðri hluta. Í efri hlutanum vann Stjarnan fjóra af fimm leikjum og endaði að lokum í þriðja sæti með 46 stig, tuttugu stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings. Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta.Vísir Besta deild karla Stjarnan Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Í fyrsta þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Stjörnunnar eftir á sínu undirbúningstímabili, en liðið er á leið í sitt fyrsta heila tímabil undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar. Jökull tók við liðinu um mitt síðasta sumar eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara. Þetta er því fyrsta undirbúningstímabil Jökuls sem aðalþjálfari Stjörnunnar og eins og flestir vita skiptir gríðarlegu máli að mæta vel til leiks í fyrstu leiki tímabilsins. Undirbúningstímabilið getur því skipt sköpum fyrir lið deildarinnar. „Ég hugsa fótbolta á tiltölulega einfaldan hátt. Þetta er leikur að svæðum og við stúderum bara svæðin og hvar svæðin liggja,“ segir Jökull í þætti kvöldsins, en brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Jökull tók við Stjönunni í maí á síðasta ári, en þá hafði liðið tapað fimm af fyrstu sex leikjum tímabilsins og aðeins unnið einn. Jökli tókst að snúa genginu við og liðið hafnaði að lokum í fjórða sæti deildarinnar og tapaði aðeins þremur leikjum undir hans stjórn áður en deildinni var skipt í efri og neðri hluta. Í efri hlutanum vann Stjarnan fjóra af fimm leikjum og endaði að lokum í þriðja sæti með 46 stig, tuttugu stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings. Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta.Vísir
Besta deild karla Stjarnan Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira