Erlent

Snjó­flóða­hætta á Norður­landi og Aust­fjörðum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veðurstofan biðlar til fólks um að fara varlega vegna mögulegrar snjóflóðahættu.
Veðurstofan biðlar til fólks um að fara varlega vegna mögulegrar snjóflóðahættu. Vísir/Vilhelm

Varasamar snjóaðstæður eru á Norðurlandi og á Austfjörðum. Talsvert hefur snjóað á Austfjörðum og nýr snjór sem fallið hefur síðan á þriðjudag virðist bindast illa við eldri snjó sem hefur gengið í gegnum hláku.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að á sunnudag sé spáð talsverðri snjókomu í norðaustur og austurátt og í kjölfarið hlýnun með rigningu. Þá má búast við að fleiri snjóflóð falli.

Hætta getur skapast

Þannig hafi skíðamenn við utanbrautarskíðun sett af stað tvö flekaflóð í Oddsskarði og eitt flekaflóð í Stafdal í gær. Töluvert hafi einnig snjóað á Norðurlandi eftir hlákuna í byrjun vikunnar.

Nokkur fremur þunn náttúruleg snjóflóð hafi fallið síðan þá á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Einnig féll snjóflóð af mannavöldum í Illviðrishnúki í Siglufirði á þriðjudag.

Veðurstofan segir að þessi snjóflóð minni á að hætta geti skapast þegar farið er um snævi þaktar brekkur, séu þær nógu brattar, jafnvel þó þær séu nærri troðnum skíðabrekkum eða jafnvel í byggð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×