Fótbolti

Hug­myndinni um bláu spjöldin hent í ruslið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn og þjálfarar munu enn fá gult spjald fyrir kjaftbrúk og taktísk brot.
Leikmenn og þjálfarar munu enn fá gult spjald fyrir kjaftbrúk og taktísk brot. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Alþjóðlega knattspyrnuráðið IFAB mun ekki halda prófunum áfram með bláu spjöldin sem ráðið kynnti til sögunnar á daögunum.

Bláu spjöldin áttu að vera kynnt til leiks á næstunni, en þau áttu að senda leikmenn í tíu mínútna kælingu fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot til að stöðva skyndisóknir andstæðinganna.

Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði hins vegar frá því síðasta föstudag að Alþjóðaknattspyrnusambandið væri algjörlega mótfallið hugmyndinni.

Þá hafa stjórar í ensku úrvalsdeildinni einnig gagnrýnt hugmyndina og sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, meðal annars að bláu spjöldin myndu rústa leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×