Íslenskur karlagönguhópur á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2024 21:04 Karlarnir, sem hittast á hverjum sunnudagsmorgni á Tenerife og ganga sjö til átta kílómetra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp. Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira