Þetta segir á vef Veðurstofunnar. Ennfremur segir að dýpi skjálftavirkninnar bendi ekki til þess að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs eins og staðan sé núna.
„Ein þeirra sviðsmynda sem nefnd hefur verið er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi.“
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að aðeins sé búið að draga úr skjálftavirkninni á síðustu mínútum frá því hún fór að færa sig í suður átt. Aftur á móti geti hún auðveldlega tekið sig upp aftur og því erfitt að segja hver staðan er.
Elísabet segir að eins og staðan er núna líti þetta út fyrir að vera bara kvikuhlaup en það séu þó enn líkur á eldgosi. Sérfræðingar fylgist með í rauntíma til að sjá hvernig málin þróast.