Innlent

Tveir í gæslu­varð­haldi vegna inn­flutnings á am­feta­mín­basa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn málsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm

Fjórir menn voru í síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings á tæplega sjö lítrum af amfetamínbasa. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi en hinir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku til viðbótar.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í síðustu viku hafi Tollgæslan lagt hald á tæplega sjö lítra af amfetamínbasa sem reynt var að flytja til landsins í tveimur sendingum. Í framhaldinu tók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins og handtók fjóra einstaklinga á þrítugs- og fertugsaldri. 

Tveir þeirra munu nú vera í gæsluvarðhaldi í að minnsta viku til viðbótar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×