Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 14:55 Unnið að því að verka hval hjá Hval hf.. Vísir/Egill Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska. Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira